Vísindaskáldskapur

Ég á nokkrar bækur sem eru svo góðar og fallegar að ég trúi hálfpartinn ekki að þær séu í raun og veru til. Skiljiði? Eins og ef einhver sem vann sem hótelstjóri úti á landi uppgötvi allt í einu Fawlty Towers.

A Treasury of Great Science FictionEin þessara bóka er A Great Treasury of Science Fiction. Þetta eru reyndar tvær bækur. Aðra þeirra keypti ég á einn dollar í Vermont, í búð sem selda allskonar notað drasl. Ég opnaði hana og skoðaði efnisyfirlitið og trúði varla því sem ég var að sjá. Sögur eftir Poul Anderson, Arthur C. Clarke, Robert Heinlein, Alfred Bester (The Stars My Destination, í heild sinni!), John Wyndham, Philip K. Dick, Ray Bradbury and fleiri.

Ég er líka hrifinn af bókum sem eru greinilega gamlar og notaðar, og virðast gleymdar. Mér finnst eins og ég sé að uppgötva eitthvað týnt. Með bækur eins og þessa finnst mér líka oft eins og ég sé sá eini sem eigi eintak.

Þessi bók byrjar á nóvellunni (lengri en smásaga, styttri en skáldsaga) Brain Wave, eftir Poul Anderson. Í henni verða allar lífverur skyndilega gáfaðari en þær voru áður en enginn er alveg viss af hverju. Dýr leysa sig sjálf úr búrum og girðingum, og mannfólkið verður allt ofur-gáfað. Hún endar síðan á hinni mögnuðu The Stars My Destination, sem er furðulega og frábær vísindaskáldsaga sem er gjarnan borin saman við Greifan af Monte Christo.

Hérna er afar skemmtilegur upplestur á fyrsta kafla bókarinnar, en þar er aðalsöguhetjan við það að deyja eftir að geimskipið hans hefur flotið mikið skemmt um geiminn í langan tíma. Gully Foyle er áhugaverð and-hetja.

Um The Stars My Destination segir Joe Haldeman: “Our field has produced only a few works of actual genius, and this is one of them.

Og þetta er bara EIN sagan í bókinni.

Þið megið byrja að öfundast út í mig vegna bókarinnar núna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.