Af metsölu, snemma á ferlinum (mont)

Á föstudaginn síðastliðinn gerðist svolítið sem ég átti ekki von á að myndi gerast í nokkur ár í viðbót; saga eftir mig komst á metsölulista, og það ofarlega. Ef þið kíkið á forsíðu Skinnu má sjá að ég er þar í fjórða sæti á metsölulistanum þeirra. Ég! (Þetta á þó mögulega aðeins við í örfáa daga í viðbót.)

 

Þetta var auðvitað afar skemmtilegt, og gott fyrir rithöfunda-egóið, en mig grunar þó að þarna liggi ekkert svakalega mikið af sölum á bakvið og auk þess er þetta ódýrasta bóki/smásagan á listanum. En ég og Þorsteinn Mar erum þarna á lista með James Patterson og Suzanne Collins, sem selja milljónir eintaka af bókum sínum.

Umrædda sögu skrifaði ég upphaflega fyrir tímaritið Furðusögur og þeim sem lásu hana yfir, Alexander Dan og Hildi Knúts, vil ég þakka sérstaklega fyrir að koma henni í almennilega læsilegt form. Útgáfan Rúnatýr á síðan meiri þakkir skilið fyrir að stinga upp á að sagan yrði gefin út sem rafbók hjá rafbókabúðinni Skinnu, annars hefði þetta ekki gerst.

Kápuna hannaði ég sjálfur (eða… setti nafn sögunnar fyrir ofan flotta mynd sem ég tók ekki, og nafn mitt fyrir neðan).

Epli Iðunnar
Epli Iðunnar

Ef þið ýtið fast á myndina hér fyrir ofan þá getið þið keypt ykkur rafrænt eintak af þessari sögu á litlar 229 krónur (svipað og kaffibolli á kaffihúsi, en endist lengur). En verið viðbúin: þetta er fantasía. Þarna eru á ferðinni galdrar, drungi, myrkur, svik og eitt og annað yfirnátturlegt á eyðibýli í nútímanum. Ef þið haldið að grímuklætt fólk að berja drauga sé ekki fyrir ykkur, þá er þessi saga ekki fyrir ykkur. Annars legg ég auðvtiað til að þið kaupið eintak. Fyrir þau ykkar sem viljið lágstemmda dulúð, þá mæli ég með sögunni Ferming.

Ferming, smásaga
Ferming

Ég átti í raun síst von á að Epli Iðunnar yrði vinsæl. Útgefandinn vill reyndar meina að ég geri þetta vel og eigi að gera meira svona. Neil Gaiman, Stephen King, J.K. Rowling, China Miéville og fleiri hafa það jú sæmilegt á því að skrifa sögur í þessum dúr.

Ekki það að ég sé að bera mig saman við þau.

Samt. ;)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.