Plott

Mikið er rætt um hvort bækur sem koma út hafi gott “plott”, sérstaklega ef um glæpasögur er að ræða. Eftirminnilegustu og vinsælustu bækurnar (ég hika við að segja “bestu”) bækurnar eru þó oft einmitt lausar við plott, eins og t.d. Karítas án titils og Svar við bréfi Helgu. Reyndar leiðast mér yfirleitt bækur þar sem aðalmálið er plottið, en jafnframt getur verið erfiðara að gera plottlausa bók auðvelda aflestrar.

Hér fyrir neðan er skemmtileg mynd þar sem sýndar eru helstu umfjöllunarefni þeirra bóka sem tilnefndar voru til Man Booker verðlaunanna í fyrra. Efst á myndinni er bókin The Sense of an Ending eftir Julian Barnes, vinningshafinn.

Plott

Ef við skoðum bara The Sense of an Ending, þá má sjá að til að skrifa verðlaunabók er gott að hafa: dularfullt bréf, svik, dauða, greddu (já, það stendur “Horniness” en ekki “Lust”, bara svo það sé á hreinu),  skóladaga, sjálfsmorð og ólíklega vináttu. Mér sýnist nú Svar við bréfi Helgu uppfylla nokkur atriði þarna. Flestar fjalla bækurnar um dauða, ást, svik og stríð.

Ef ekkert annað, þá er þetta skemmtileg mynd. Ýtið á hana til að sjá stærri útgáfu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.